Afgreiðslukerfi

Slide 1 Vefumsjón Vefverslun
Sölumannakerfi
Afgreiðslukerfi
Skoða nánar

Alhliða

Afgreiðslugátt

Vendor er alhliða veflægt kerfi sem er miðstýrt í gegnum vafra. Vendor leysir af vefverslun, sölumannakerfi, afgreiðslukerfi, bókunarkerfi og vefumsjónarkerfi. Inná því léni sem fyrirtækið kýs að nota í kringum kerfið er því hægt að vera með vefverslun sem viðskiptavinir fyrirtækis, hvort sem það eru önnur fyrirtæki eða einstaklingar, geta keypt vörur eða þjónustu fyrirtækisins. Þar að auki geta sölumenn skráð sig inn á kerfið í því tæki sem þeir kjósa til þess að gera sölupöntun fyrir smásala.

Vendor er beintengt við það bókhaldskerfi sem notað er í fyrirtækinu og sækir þar birgðastöðu hverrar vöru, upplýsingar um vöruna og sendir út sölupantanir og sölureikninga úr kerfinu. Þar af leiðandi minnkar álag á sölumenn, bókara og viðskiptavini sem hafa áður þurft að hringja, eða mæta á staðinn til að verða sér úti um vöruna. 

Vefverslun

Vefverslun Vendor er þess kostum gædd að vera beintengd í bókhaldskerfið, sem gerir það að verkum að handavinna við reikningagerð, sölupantanir og birgðastöðu eru úr sögunni. Vefumsjónarkerfi fyrir vefverslunina er stjórnað úr sama vafra og því er það alltaf auðvelt að uppfæra vörur og setja þær á tilboð þegar við á. Vefverslunin hefur einnig að geyma auglýsingapláss, þar sem hægt er að benda á vinsælar vörur, auglýsa birgja til þess að fá markaðsstyrki og auglýsa tilboð. 

Sölumannakerfi

Vendor er hægt að nálgast í öllum vöfrum, sem gerir það auðvelt fyrir sölumenn að komast inn á til þess að panta fyrir smásala. Ekki þarf því að vera með sérstakar handtölvur eða aðra kostnaðarliði heldur en síma eða spjaldtölvu sölumanns. Kerfið býður einnig uppá að hver sölumaður geti haldi utan um þau fyrirtæki sem hann á að heimsækja þann daginn og er því eiginlegt tímastjórnunarkerfi þar að auki.

Afgreiðslukerfi

Með Vendor getur þú þjónustað viðskiptavin hvar sem er og ekki er þörf að binda þig við afgreiðslukassa. Þar af leiðandi getur þú búið til sölupöntun, afgreitt og sent til greiðslu beint í gegnum þann snjallbúnað sem þú kýst þér. Einnig getur þú sent reikning rafrænt beint á viðskiptavininn og því klárað alla afgreiðslu við viðskiptavin út í miðri búð án trafala.

Tengingar

- Microsoft Dynamics

- DK

- Uniconta

Vendor afgreiðslugáttin bæði sendir og móttekur upplýsingar til og frá helstu bókhaldskerfum í notkun á Íslandi í dag.

Með Vendor getur þú þannig alltaf haft nákvæma birgða- og pantanastöðu hverrar vöru og uppsetning á vefverslunarhluta gáttarinnar er mjög einföld. Með beintengingunni getur þú einnig gert sölupantanir, útbúið sölureikninga og sent reikninga rafrænt til viðskiptavina, beint frá tækinu sem þú kýst að nota. Hvort sem það er snjallsími, spjaldtölva eða tölvuturn, þitt er valið.

Af hverju Vendor?

Einföld og þægileg lausn

Með notkun Vendor myndast sparnaður bæði vegna aflausnar margra mismunandi kerfa og einnig þjónustu við þá aðila. Með því að hafa öll þessi kerfi í einni miðlægri lausn getur fyrirtækið sparað mikla fjármuni á bæði leigu og þjónustu. Einnig er ekki þörf á því að vera með neins konar tölvuturna, handtölvur og/eða annan fastan kostnað en hýsingu á kerfinu. 

Vendor er lausn sem er að öllu leiti framleidd og þróuð hér á landi. Þar sem að lausnin hefur öll verið þróuð frá grunni hér og ekki er byggt ofan á önnur kerfi, þá getur þú verið viss um að þú hafir alltaf stjórn á öllum eiginleikum kerfisins. Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið fyrir Vendor og möguleikarnir á stækkun kerfisins eru endalausir.

Viðskiptavinir

Okkar

Nú þegar er Vendor kerfið í notkun hjá þremur fyrirtækjum á Íslandi. Fyrirtækin starfa á þremur mismunandi mörkuðum og eru því þarfirnar ólíkar.

Fyrsta afgreiðslulausnin sem sett var í loftið var hjá heildverslun, þar sem að skipt var út sölumannakerfi og vefverslunarkerfi. Önnur lausnin var á heilbrigðissviði, þar sem bætt var við tengingu við Sjúkratryggingar Íslands og innskráningu með rafrænum skilríkjum. Nýjasta lausnin er hjá fyrirtæki sem starfar á smásölusviði og er því starfandi sem hrein vefverslun.

Nokkur fyrirtæki eru á biðlista eftir að komast að hjá okkur, en með hverri nýrri lausn bætast fleiri eiginleikar við lausnina.

Um okkur

Allt að frétta

Vendor er samstarfsverkefni hugbúnaðarhúss og gagnavinnslufyrirtækis. Saman ákváðu fyrirtækin að sameina krafta sína til að byggja upp heildstæða afgreiðslulausn frá grunni til að verða við þörfum viðskiptavina.

Samstarfið byrjaði árið 2018 þegar heildverslun vantaði að setja upp vefverslun fyrir heildverslunina, þar sem miðlægt kerfi talar við bókhaldskerfið sem í notkun var og skilað upplýsingum í báðar áttir. Þ.e. að afgreiðslugáttin móttaki upplýsingar frá bókhaldskerfinu og skili upplýsingum aftur inn í kerfið eftir að afgreiðslan hefur átt sér stað.

Hönnuð var þá ný lausn frá grunni sem leysti bæði þarfir viðskiptavinarins um afgreiðslugátt, vefverslun og sölumannakerfi með beintengingu við bókhaldskerfið og vefumsjónarkerfi í sömu vefsíðugátt.